Skoski knattspyrnustjórinn David Moyes hefur hafið viðræður við enska félagið Everton um möguleikann á því að snúa aftur í stjórastólinn hjá karlaliðinu eftir að Sean Dyche var vikið frá störfum í gær.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þó Moyes sé ekki sá eini sem komi til greina hjá Everton sé hann efstur á blaði hjá félaginu.
Viðræður Moyes og Everton, sem er einu stigi fyrir ofan fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, munu halda áfram í dag.
Hann var knattspyrnustjóri Everton við góðan orðstír á árunum 2002 til 2013.