Neville tekinn með glímutaki (myndskeið)

Gary Neville.
Gary Neville. AFP

Írski fjölbragðaglímukappinn Sheamus tók sparkspekinginn Gary Neville glímutaki í hlaðvarpsþætti Neville, It’s Called Soccer!, þegar þeir ræddu um Liverpool.

Sheamus, sem er harður stuðningsmaður Liverpool, vildi að Neville myndi fullyrða að Liverpool yrði Englandsmeistari í vor.

Fyrrverandi Manchester United-maðurinn var ekki á þeim buxunum og brá Sheamus því á það ráð að taka Neville í glímutak sem Írinn kallar smáralauf (e. clover leaf).

Sparkspekingurinn brást við með því að segja Liverpool að fara fjandans til en myndskeið af þessu skondna uppátæki má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert