Svíinn valinn leikmaður mánaðarins

Alexander Isak fagnar marki í leik með Newcastle United á …
Alexander Isak fagnar marki í leik með Newcastle United á dögunum. AFP/Glyn Kirk

Sænski knattspyrnumaðurinn Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle United, hefur verið útnefndur besti leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Isak fór með himinskautum í desember þegar hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur tvö í sex deildarleikjum.

Skoraði hann í öllum sex leikjum Newcastle, sem vann fjóra, gerði eitt jafntefli og tapaði einu sinni í desember.

Isak skoraði þrennu gegn Ipswich Town auk þess að skora eitt mark gegn Liverpool, Brentford, Leicester City, Aston Villa og Manchester United.

Hann er fjórði Svíinn sem er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði Freddie Ljungberg, Johan Elmander og Zlatan Ibrahimovic hlotnast sá heiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert