Chelsea er komið áfram í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir öruggan 5:0-sigur gegn D-deildarliðinu Morecambe í þriðju umferð keppninnar í dag.
Tosin Adarabioyo og Joao Felix skoruðu tvö mörk fyrir Chelsea hvor en Christopher Nkunku skoraði eitt.
Plymouth er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir 1:0-sigur gegn Brentford í Íslendingaslag.
Morgan Whittaker skoraði sigurmark Plymouth á 82. mínútu.
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í vörninni fyrir Plymouth en Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Brentford.
Bournemouth tryggði sér sæti í fjórðu umferð enska bikarsins með sigri á West Brom, 5:1.
Dango Ouattara skoraði tvö mörk fyrir Bournemouth en Justin Kluivert, Antoine Semenyo og Daniel Jebbison skoruðu eitt hver. Varnarmaðurinn Caleb Taylor skoraði eina mark West Brom.
Nottingham Forest hafði betur gegn B-deildarliðinu Luton, 2:0, í enska bikarnum í dag.
Fyrirliðinn Ryan Yates og Ramón Sosa skoruðu mörk Forest í leiknum.
Brighton er komið áfram í enska bikarnum eftir sannfærandi sigur gegn Norwich, 4:0, í dag.
Georginio Rutter skoraði tvö mörk og Julio Enciso og Solly March skoruðu eitt mark hvor.
Önnur úrslit:
Exeter – Oxford United 3:1