City skoraði átta í nágrannaslagnum

Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu sinna manna.
Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu sinna manna. AFP/Darren Staples

Manchester City tryggði sér sæti í fjórðu umferð enska bikarsins í knattspyrnu er liðið valtaði yfir D-deildarliðið Salford, 8:0.

Staðan var 3:0 í hálfleik en Jérémy Doku, Divin Mubama og Nico O’Reilly skoruðu mörk City í fyrri hálfleik.

James McAtee skoraði þrjú mörk fyrir City í síðari hálfleik en Jerémy Doku og Jack Grealish skoruðu eitt hvor. 

Leeds er einnig komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir sigur gegn Harrogate.  

Largie Ramazani skoraði sigurmark Leeds á 59. mínútu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert