Birmingham er komið áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir heimasigur á Lincoln, 2:1, í dag.
Alfons Sampsted var í byrjunarliði Blackburn en Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum á 72. mínútu, en þá fór Alfons af velli.
Blackburn er einnig komið áfram í fjórðu umferð eftir útisigur á Middlesbrough, 1:0.
Arnór Sigurðsson var ekki með Blackburn vegna meiðsla.
Úrvalsdeildarlið Wolves er þá komið áfram eftir útisigur á Bristol City, 2:1.