Liverpool ekki í vandræðum með D-deildarliðið

Liverpool-menn fagna marki Jayden Danns.
Liverpool-menn fagna marki Jayden Danns. AFP/Oli Scarff

Liverpool er komið áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir sigur á D-deildarliðinu Accrington Stanley á Anfield í dag.

Eftir rólega byrjun kom Diogo Jota Liverpool yfir á 29. mínútu með marki úr skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Darwin Núnez. 

Liverpool sótti hratt eftir fast leikatriði Accrington Stanley og uppskar mark, 1:0.

Trent Alexander-Arnold tvöfaldaði forystu Liverpool-manna á 45. mínútu með góðu skoti utan teigs, sem hafnaði alveg út við stöng.

Trent Alexander-Arnold með boltann í dag.
Trent Alexander-Arnold með boltann í dag. AFP/Oli Scarff

Jayden Danns kom síðan Liverpool í 3:0 á 77. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Federico Chiesa. 

Á 90. mínútu var komið að Chiesa sjálfum sem skoraði með föstu skoti utan teigs, 4:0, og þar við sat.

Byrjunarliðin: 

Liverpool: (4-3-3)

Mark: Caoimhín Kelleher
Vörn: Trent Alexander-Arnold (Conor Bradley 60.), Jarell Quansah, Wataru Endo (Trey Nyoni 78.), Kostas Tsimikas
Miðja: Harvey Elliott, Tyler Morton (James McConnell 60.), Dominik Szoboszlai (Federico Chiesa 46.)
Sókn: Rio Ngumoha (Jayden Danns 72.), Darwin Núnez, Diogo Jota

Accrington Stanley: (4-3-3)

Mark: William Crellin
Vörn: Donald Love, Farrend Rawson, Zach Awe, Ben Woods
Miðja: Dan Martin (Seamus Conneely 63.), Ashley Hunter (Alex Henderson 46.), Nelson Khumbeni (Liam Coyle 46.)
Sókn: Josh Woods (Connor O'Brien 63.), Tyler Walton (Kelsey Mooney 77.), Shaun Walley

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert