Slot um unga strákinn: Hann var heppinn

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Oli Scarff

Arne Slot, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, var ánægður með fyrsta leik hins 16 ára gamla Rio Nguhoma fyrir félagið. 

Liverpool vann D-deildarlið Accrington Stanley, 4:0, en Nguhoma varð yngsti leikmaður í sögu Liverpool til að spila í enska bikarnum en hann er fæddur árið 2008. 

Ítalinn Federico Chiesa átti upprunulega að byrja í stað Nguhoma en hann hefur verið að glíma við veikindi undanfarna daga og kom inn á í hálfleik. 

„Nguhoma var heppinn að Chiesa hafi ekki verið með okkur undanfarna daga, annars hefði hann byrjað,“ sagði Slot í viðtali eftir leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert