Ætlar ekki að gefast upp á Liverpool

Federico Chiesa fagnar marki sínu í gær.
Federico Chiesa fagnar marki sínu í gær. AFP/Oli Scarff

Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær er liðið sigraði Accrington Stanley, 4:0, í ensku bikarkeppninni.

Chiesa hefur ekki náð að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu.

Napólí hefur áhuga á að fá leikmanninn og sérstaklega ef Khvicha Kvaratskhelia fer til París SG.

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio sagði við Sky Sports í dag að Chiesa hefði lítinn áhuga á að yfirgefa Liverpool, því hann vilji berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

Umboðsmaður þess ítalska hefur verið á sömu nótum í viðtölum í heimalandinu. Chiesa hefur aðeins leikið fimm leiki á tímabilinu en hann var eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti fyrir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert