Tíu United-menn áfram eftir vítakeppni

Rasmus Höjlund hjá Manchester United og Arsenal-maðurinn William Saliba eigast …
Rasmus Höjlund hjá Manchester United og Arsenal-maðurinn William Saliba eigast við í dag. AFP/Glyn Kirk

Manchester United er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir útisigur á Arsenal í mögnuðum leik í dag. Réðust úrslitin í vítakeppni eftir 1:1-jafntefli, þrátt fyrir að United hafi verið manni færri frá 61. mínútu.

Fyrri hálfleikurinn var rólegur og gekk báðum liðum illa að skapa sér færi. Voru hálfleikstölur því 0:0.

Leikurinn lifnaði heldur betur við í seinni hálfleik og Bruno Fernandes kom United yfir á 52. mínútu með glæsilegri afgreiðslu úr teignum eftir sprett og sendingu frá Alejandro Garnacho.

Níu mínútum síðar fékk Diogo Dalot sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann fór í harða tæklingu við hliðarlínuna. Tveimur mínútum síðar jafnaði Gabriel Magalhaes er hann skaut í Matthijs de Ligt og í netið úr teignum.

Arsenal skapaði sér nokkur afbragðsgóð færi í kjölfarið en Altay Bayindir varði hvað eftir annað mjög vel. Besta varslan kom á 72. mínútu er hann varði víti frá Martin Ödegaard.

Skömmu síðar varði hann glæsilega frá Declan Rice og Kai Havertz setti boltann yfir af stuttu færi í dauðafæri skömmu eftir það. Inn vildi boltinn ekki og því var framlengt.

Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið sín færi í framlengingunni var ekkert skorað í henni og réðust úrslitin því í vítakeppni. Þar skoraði United úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Bayindir varði frá Havertz.

Altay Bayindir átti stórleik í marki United. Hér ver hann …
Altay Bayindir átti stórleik í marki United. Hér ver hann víti frá Martin Ödegaard í venjulegum leiktíma. AFP/Ian Kington
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Haukar 24:22 Galychanka opna
60. mín. Vanessa Lakatosh (Galychanka) rautt spjald

Leiklýsing

Arsenal 4:6 Man. United opna loka
121. mín. Bruno Fernandes (Man. United) skorar úr víti 0:1 - Afar öruggur. Raya í vitlaust horn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert