Benoný spilaði sinn fyrsta leik

Benoný Breki í leiknum í dag.
Benoný Breki í leiknum í dag. Ljósmynd/@StockportCounty

Benony Breki Andrésson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stockport er liðið mátti þola 1:0-tap gegn Crystal Palace í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu í dag.

Crystal Palace er því komið í fjórðu umferð keppninnar en Eberechi Eze skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu. Benoný Breki kom inn á fyrir Stockport á 77. mínútu.

Úrvalsdeildarliðin áfram

Ipswich fór létt með C-deildarliðið Bristol Rovers, 3:0, er liðið tryggði sér sæti í fjórðu umferð enska bikarsins.

Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en Kalvin Phillips, Jack Clarke og Jack Taylor skoruðu mörk liðsins.

Newcastle er einnig komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir 3:1-sigur gegn D-deildarliðinu Bromley í dag.

Lewis Miley, Anthony Gordon og William Osula skoruðu mörk Newcastle en Cameron Congreve skoraði mark Bromley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert