Rétt í þessu var dregið í fjórðu umferð ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu.
Manchester United, sem sló Arsenal út í þriðju umferð, fær Leicester í heimsókn í næstu umferð.
Liverpool mun mæta B-deildarliðinu Plymouth en landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilar með Plymouth.
Aston Villa og Tottenham mætast í úrvalsdeildarslag. Úrvalsdeildarliðin Brighton og Chelsea mætast einnig í hörkuleik.
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted og félagar í Birmingham munu fá Newcastle í heimsókn.
Leikirnir munu fara fram dagana 7.-10. febrúar næstkomandi, en dráttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Manchester United - Leicester
Leeds - Milwall eða Dagenham
Brighton - Chelsea
Preston - Charlton eða Wycombe
Exeter - Nottingham Forest
Coventry - Ipswich
Blackburn - Wolves
Mansfield eða Wigan - Fulham
Birmingham - Newcastle
Plymouth - Liverpool
Aston Villa - Tottenham
Southampton - Burnley
Leyton Orient eða Derby - Manchester City
Doncaster - Crystal Palace
Stoke - Cardiff