Utandeildarliðið gaf Tottenham góðan leik

Tottenham er komið í fjórðu umferð enska bikarsins.
Tottenham er komið í fjórðu umferð enska bikarsins. AFP/Henry Nicholls

Tottenham er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir 3:0-sigur gegn utandeildarliðinu Tamworth í framlengdum leik í dag.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.

Á 101. mínútu kom fyrsta mark leiksins en Nathan Tshikuna, leikmaður Tamworth, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Aðeins sex mínútum síðar bætti Svíinn Dejan Kulusevski við öðru marki Tottenham. Á 118. mínútu innsiglaði Brennan Johnson sigur Tottenham, 3:0. 

D-deildarliðið Doncaster er einnig komið í fjórðu umferð enska bikarsins eftir sigur gegn B-deildarliðinu Hull í vítakeppni.

Staðan var 1:1 eftir framlengingu og þurfti því að fara í vítakeppni. Þar hafði Doncaster betur, 5:4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert