„Ég vil líka fá sítt hár“

Það gæti reynst erfitt fyrir Enzo Maresca að safna síðu …
Það gæti reynst erfitt fyrir Enzo Maresca að safna síðu hári. AFP/Glyn Kirk

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, sló á létta strengi á fréttamannafundi í morgun þegar rætt var um portúgalska varnarmanninn Renato Veiga.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Borussia Dortmund hafi komist að samkomulagi við Chelsea um að fá Veiga til liðs við sig.

„Mér er ekki kunnugt um að það sé samkomulag í höfn vegna Renato. Hann var með okkur á æfingu í gær og verður það líka í dag.

Sem stendur er hann leikmaður okkar þannig að við sjáum hvað gerist,“ sagði Maresca.

Veiga hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Chelsea en hefur þó spilað 18 leiki í öllum keppnum á tímabilinu. Spurður hvort Portúgalinn myndi ekki vilja spila meira sagði Maresca:

„Ég hef oft sagt það að ég vil líka fá sítt hár en við erum með 20 til 25 leikmenn sem vilja allir spila. Það er ekki mögulegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert