Fyrsta mark Englandsmeistarans í 392 daga

Jack Grealish.
Jack Grealish. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn og Englandsmeistarinn Jack Grealish skoraði langþráð mark fyrir Manchester City um helgina þegar liðið vann stórsigur gegn D-deildarliði Salford í 32-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í Manchester.

Leiknum lauk með stórsigri City, 8:0, en Grealish skoraði fjórða mark City á 49. mínútu úr vítaspyrnu.

Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið í 392 daga en hans síðasta mark fyrir City kom gegn Tottenham þann 3. desember árið 2023 í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli.

Grealish, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við City frá uppeldisfélagi sínu Aston Villa sumarið 2021 fyrir 100 milljónir punda og hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert