Hollendingurinn á leið til Englands

Donyell Malen í leik með Dortmund í Meistaradeildinni í vetur.
Donyell Malen í leik með Dortmund í Meistaradeildinni í vetur. AFP/Damir Sencar

Aston Villa er langt komið með að kaupa hollenska sóknarmanninn Donyell Malen af Dortmund í Þýskalandi.

Sky Sports segir að samkomulag hafi tekist á milli félaganna og kaupverðið sé ríflega 20 milljónir punda. Þá er eftir að reyna á hvort Villa nái að semja við Malen.

Hann er 25 ára gamall og kom til Dortmund frá PSV Eindhoven árið 2021 og hefur skorað 30 mörk í 94 leikjum í efstu deild fyrir þýska félagið. Þá hefur hann skorað níu mörk í 41 landsleik fyrir Holland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert