Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, stendur í skilnaði þessa dagana.
Það er The Business Standard sem greinir frá þessu en Guardiola og sambýliskona hans til síðustu þrjátíu ára, Cristina Serra hafa ákveðið að halda í hvora áttina fyrir sig.
Þau giftu sig í grennd við Barcelona, heimaborg Guardiola, árið 2014 en hafa verið saman frá því að leikmaðurinn lék sjálfur með Barcelona á árunum 1990 til 2001. Saman eiga þau þrjú uppkomin börn.
Guardiola er einnig að ganga í gegnum erfiðleika innan vallar en City, sem er ríkjandi Englandsmeistari, er núna í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar með 32 stig.
City hefur tapað sex leikjum í deildinni á tímabilinu en allt í allt hefur liðið tapað níu leikjum á tímabilinu í öllum keppnum.