Eigendur Manchester United á Vopnafirði

Avram Glazer og Joel Glazer, bræður og tveir eigenda Manchester …
Avram Glazer og Joel Glazer, bræður og tveir eigenda Manchester United. AFP

Fjögur systkini úr bandarísku Glazer-fjölskyldunni, sem er aðaleigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, dvöldu á Vopnafirði síðasta sumar.

Austurfrétt skýrir frá því í dag að þau hafi verið þar í nokkra daga í boði Jim Ratcliffe, meðeiganda þeirra í Manchester United og landeiganda í Vopnafirði og víðar á norðausturhluta Íslands.

Þar hafi verið um að ræða bræðurna Joel, Avram og Bryan ásamt systur þeirra Darcie og þau hafi reynt fyrir sér í veiði ásamt því að njóta náttúru Vopnafjarðar.

Glazer-fjölskyldan hefur átt Manchester United frá árinu 2005 þegar Malcolm Glazer, faðir systkinanna, keypti stóran hlut í félaginu. Ratcliffe keypti síðan 25 prósenta hlut árið 2023 og tók við stjórn knattspyrnumálefna félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert