Nýliðarnir fá liðstyrk

Ruud van Nistelrooy hefur styrkt leikmannahóp sinn hjá Leicester.
Ruud van Nistelrooy hefur styrkt leikmannahóp sinn hjá Leicester. AFP/Justin Tallis

Leicester City, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur fest kaup á bakverðinum Woyo Coulibaly frá ítalska félaginu Parma.

Kaupverðið er þrjár milljónir punda, 518,6 milljónir íslenskra króna og skrifaði Coulibaly undir fjögurra og hálfs árs samning.

Hann er 25 ára gamall Frakki sem leikur oftast í stöðu hægri bakvarðar. Coulibaly er fyrsti leikmaður sem Leicester fær til liðs við sig í janúarglugganum.

Leicester er í 19. og næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar, fallsæti, með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert