Brighton & Hove Albion gerði góða ferð til Ipswich og lagði þar heimamenn að velli, 2:0, í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld.
Með sigrinum fór Brighton upp í efri helming deildarinnar. Þar er liðið í níunda sæti með 31 stig.
Nýliðar Ipswich fóru með tapinu niður í 18. sæti þar sem liðið er áfram með 16 stig og slakari markatölu en Wolves á færri skoruðum mörkum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Japaninn Kaoru Mitoma sem braut ísinn fyrir Brighton á 59. mínútu.
Georginio Rutter innsiglaði svo sigurinn með öðru marki gestanna átta mínútum fyrir leikslok.