Amad Diallo tryggði Manchester United nauman sigur á botnliði Southampton, 3:1, á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Manuel Ugarte, miðjumaður United, skoraði sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og Southampton var með forystuna allt þar til á 82. mínútu leiksins þegar Diallo náði að jafna metin, 1:1.
Þegar fimm mínútna uppbótartími var að hefjast skoraði Diallo aftur og nú eftir glæsilega sendingu frá Christian Eriksen sem kom inn á sem varamaður mínútu eftir fyrra markið, 2:1.
Diallo var heldur betur kominn á bragðið og á fjórðu mínútu uppbótartímans skoraði hann þriðja mark sitt og innsiglaði sigurinn, 3:1.
Manchester United lyfti sér þar með upp um þrjú sæti, úr fimmtánda sætinu í það tólfta, og er komið með 26 stig. Southampton situr sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins 6 stig.