Skytturnar sneru taflinu við (myndskeið)

Leandro Trossard skoraði sigurmark Arsenal þegar liðið lagði Tottenham Hotspur að velli, 2:1, í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Son Heung-Min hafði komið Tottenham yfir áður en Dominic Solanke, sóknarmaður Tottenham, jafnaði metin fyrir Arsenal með sjálfsmarki.

Trossard tryggði Skyttunum svo mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert