Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur hafnað kauptilboði ítalska félagsins Napólí í argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho. Tilboðið hljóðaði upp á 40 milljónir punda, 6,9 milljarða íslenskra króna.
Enska blaðið Mirror greinir frá því að Garnacho sé efstur á óskalista ítalska toppliðsins, sem vill kaupa vængmann í janúarglugganum þar sem Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia er á leið til Parísar SG á 70 milljónir punda.
Samkvæmt Mirror vill hinn tvítugi Garnacho fara frá Man. United og líst vel á Napólí sem næsta áfangastað á ferlinum.
Enska félagið mun hins vegar ekki hlusta á tilboð undir 60 milljónum punda.