Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar liðið gerði jafntefli við Aston Villa á heimavelli sínum, 2:2.
Arsenal komst í tveggja marka forystu og virtust ætla að sigla þessu heim en ólseigir Aston Villa menn lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna leikinn.
Gabriel Martinelli og Kai Havertz skoruðu mörk Arsenal en Youri Tielemans og Ollie Watkins sáu um markaskorun hjá gestunum.
Mörkin og helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur enska boltann í samstarfi við Símann sport.