West Ham United tók á móti Crystal Palace í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær og endaði leikurinn með sigri Crystal Palace, 2:0.
Jean-Philippe Mateta gerði bæði mörk Crystal Palace og fékk Konstantinos Mavropanos, varnarmaður West Ham, rautt spjald á 80. mínútu.
Mörkin, rauða spjaldið og helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur enska boltann í samstarfi við Símann sport.