Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum fyrir Íslendingalið Burton Albion þegar liðið heimsótti Wigan í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Burton Albion, 2:1, en Jón Daði jafnaði metin fyrir Burton á 34. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið.
Selfyssingurinn gekk til liðs við félagið frá Wrexham fyrir tæplega viku síðan en félagið en félagið er í eigu fjárfesta frá Norðurlöndunum, þar á meðal sex Íslendinga.
Burton Albion er með 18 stigí 23. og næstneðsta sæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 4. desember.