Enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker er orðinn leikmaður ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan sem gekk í kvöld frá lánssamningi um hann við Englandsmeistara Manchester City.
AC Milan greiðir 4,2 milljónir punda fyrir að eiga kauprétt á Walker að þessu tímabili loknu, að sögn Sky á Ítalíu.
Walker, sem er 34 ára gamall, hefur leikið með City í hálft áttunda ár og unnið samtals sautján titla með félaginu, þar á meðal sex Englandsmeistaratitla og auk þess Meistaradeild Evrópu. Hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2017 og hefur spilað 212 leiki með City í ensku úrvalsdeildinni og 319 leiki í öllum mótum.
Þá á hann að baki 93 landsleiki fyrir England.