Það sauð allt upp úr þegar flautað var til leiksloka í leik Brighton og Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með sigri Everton, 1:0.
Iliman Ndiaye skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.