Sænski framherjinn Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle er liðið hafði betur gegn botnliði Southampton, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Isak hefur því skorað 13 mörk í síðustu 10 leikjum í úrvalsdeildinni. Sandro Tonali skoraði þriðja mark Newcastle og Jan Bednarek gerði mark Southampton.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.