Frábær sókn endaði með frábæru marki (myndskeið)

Emerson skoraði frábært mark fyrir West Ham þegar liðið heimsótti Aston Villa í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Birmingham í kvöld.

Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Emerson jafnaði metin með frábæru skallamarki á 70. mínúut eftir laglega sókn West Ham.

Áður hafði Jacob Ramsey komið Aston Villa, strax á 8. mínútu, með laglegum sprett inn í teiginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert