Sendi ljósmyndurum miðjufingurinn

Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte. AFP/Ben Stansall

Manuel Ugarte, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, átti góðan leik fyrir liðið þegar United vann nauman sigur gegn Fulham, 1:0, í 23. umferð úrvalsdeildarinnar í gær.

Til stóð að leikmenn United myndi fljúga frá Lundúnum til Manchester, eftir leikinn, en vegna óveðurs var flugferðinni aflýst.

Leikmenn United ferðuðust því með rútum til Manchester og var þeim skutlað á flugvöllinn í Manchester svo þeir gætu sótt bifreiðar sínar við flugvallarsvæðið en leikmenn liðsins ferðuðust til Lundúna með flugi.

Leikmenn United komu seint til Manchester og lá misvel á þeim en Ugarte ákvað að senda ljósmyndurum á svæðinu miðjufingurinn þegar hann keyrði fram hjá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert