Mohamed Salah er núna sjötti markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann skoraði bæði mörk Liverðpool í 2:0 sigri gegn Bournemouth í gær.
Salah hefur skorað 178 mörk og tók fram úr Frank Lampard í leiknum í gær. Hann er markahæstur á þessu tímabili hingað til og hefur skorað 21 mark.
Fimm markahæstu leikmenn deildarinnar á undan Salah eru:
1. Alan Shearer 260 mörk
2. Harry Kane 213 mörk
3. Wayne Rooney 208 mörk
4. Andrew Cole 187 mörk
5. Sergio Aguero 184 mörk