Á förum frá Chelsea

Joao Félix fagnar marki í treyju Chelsea.
Joao Félix fagnar marki í treyju Chelsea. AFP/Ben Stansall

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Joao Félix er á leiðinni frá Chelsea til AC Milan á Ítalíu. 

SkySports segir frá en Félix fer á láni frá Chelsea sem keypti hann fyrir rúmar 50 milljónir punda síðasta sumar. 

Félix hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Chelsea-liðinu og aðeins byrjað þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert