Búast ekki við slæmum meiðslum

Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli á laugardag.
Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli á laugardag. AFP/Glyn Kirk

Trent Alexander-Arnold fór meiddur af velli í 2:0-sigri Liverpool á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Á fréttamannafundi eftir leikinn sagði Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, að Alexander-Arnold hafi beðið um að fara af velli eftir að hafa fundið til framan á læri til þess að koma í veg fyrir verri meiðsli.

Alexander-Arnold fer í myndatöku í dag til þess að fá úr því skorið hve alvarleg meiðslin eru en samkvæmt staðarblaðinu Liverpool Echo býst félagið ekki við því að bakvörðurinn öflugi verði lengi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert