Spænski miðjumaðurinn Nico González kominn til Manchester City frá Porto í Portúgal sem greiðir fyrir hann um 50 milljónir punda, eða níu milljarða króna.
Hann samdi við enska félagið til fjögurra og hálfs árs, eða til sumarsins 2029.
Manchester City er þar með búið að eyða yfir 30 milljörðum króna samanlagt í þessum félagaskiptaglugga en tilkynnt var um kaupin á sömu mínútu og lokað var fyrir félagaskiptin á Englandi klukkan 23 í kvöld.
González er uppalinn í La Masia-akademíunni hjá Barcelona en hann gekk í raðir Porto sumarið 2023 og hefur verið lykilmaður síðan.
Barcelona mun þá hirða 24 milljónir evra fyrir sölu leikmannsins vegna ákvæðis í samningi þegar Porto keypt hann af Börsungum.