„Ég held að United verði bara að gleyma þessu tímabili og fara að hugsa um hvað þeir geri á næsta tímabili,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.
Manchester United tapaði enn einum heimaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar Crystal Palace kom í heimsókn og vann 2:0.
„Hreinsa út svona 60 prósent af hópnum því það er svo mikið samansafn af leikmönnum sem eru bara ekki nægilega góðir til að spila fyrir Manchester United. Eða til að spila fyrir félag eins og United er,“ hélt Eiður Smári áfram.
Umræðu Eiðs Smára, Margrétar Láru Viðarsdóttur og þáttastjórnandans Harðar Magnússonar um Man. United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.