Frá Chelsea til Dortmund

Carney Chukwuemeka.
Carney Chukwuemeka. AFP/Kamil Krzacynski

Enski knattspyrnumaðurinn Carney Chukwuemeka er genginn til liðs við Dortmund á láni frá Chelsea. 

Lánssamningur Chukwuemeka gildir út þetta tímabil en í samningnum er einnig valkostur fyrir Dortmund til að kaupa miðjumanninn eftir tímabilið. 

Chukwuemeka hefur spilað 37 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað eitt mark en hann gekk í raðir Chelsea frá Aston Villa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert