Höfnuðu tíu milljarða tilboði

Amad Diallo og Marc Guéhi eigast við í leik Manchester …
Amad Diallo og Marc Guéhi eigast við í leik Manchester United og Crystal Palace í gær. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Crystal Palace hefur hafnað 70 milljóna punda tilboði Tottenham Hotspur í fyrirliða fyrrnefnda liðsins, Marc Guéhi.

70 milljónir punda jafngilda tæplega tíu milljörðum íslenskra króna.

Tottenham samdi í gær við austurríska miðvörðinn Kevin Danso, sem kemur að láni frá Lens í Frakklandi og verður svo keyptur í sumar, og er í leit að einum miðverði til viðbótar.

Guéhi er einn slíkur en Palace hefur ekki hug á að selja hann. Chelsea var áhugasamt um að kaupa miðvörðinn í janúarglugganum og Newcastle United reyndi að kaupa hann síðasta sumar.

Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Palace og ákveði Guéhi að framlengja ekki gæti Palace fundið sig knúið til þess að selja hann næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert