Írinn efnilegi til West Ham

Evan Ferguson er genginn til liðs við West Ham að …
Evan Ferguson er genginn til liðs við West Ham að láni frá Brighton. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur samið við írska sóknarmanninn Evan Ferguson um að leika með liðinu að láni frá Brighton & Hove Albion út leiktíðina.

Ferguson, sem er tvítugur, hefur verið í aukahlutverki hjá Brighton á tímabilinu og vonast til þess að fá fleiri mínútur hjá Hömrunum.

Hjá West Ham hittir hann fyrir knattspyrnustjórann Graham Potter, sem var stjóri Brighton þegar Ferguson lék sína fyrstu leiki fyrir liðið tímabilið 2021-22.

Tímabilið á eftir, 2022-23, vakti hann mikla athygli er Ferguson skoraði tíu mörk í 25 leikjum í öllum keppnum aðeins 18 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert