Spyrnumaðurinn knái snýr aftur

James Ward-Prowse í leik með West Ham United.
James Ward-Prowse í leik með West Ham United. AFP/Ian Kington

Enski knattspyrnumaðurinn James Ward-Prowse og Nottingham Forest hafa komist að samkomulagi um að rifta lánssamningi miðjumannsins og því er hann snúinn aftur til West Ham United.

Ward-Prowse, sem er þekktur fyrir sínar mögnuðu spyrnur, hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá spútnikliði Forest á tímabilinu og sá því sæng sína upp reidda.

Hann spilaði síðast fyrir Forest um jólin og snýr nú aftur til Hamranna þar sem nýr stjóri er í brúnni, Graham Potter, eftir að fyrri stjórinn Julen Lopetegui taldi sig ekki hafa not fyrir hinn þrítuga Ward-Prowse.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert