Stjarna Chelsea óttaðist um líf sitt

Sam Kerr mætir í dómsal í dag.
Sam Kerr mætir í dómsal í dag. AFP/Henry Nicholls

Ástralska knattspyrnustjarnan Sam Kerr óttaðist um líf sitt þegar hún lenti í óskemmtilegri reynslu í leigubíl í Lundúnum á dögunum.

Kerr stendur í réttarhöldum um þessar mundir vegna ásakana um kynþáttaníð en hún á að hafa kallað leigubílstjóra heimskan og hvítan, en að sögn Kerr læsti bílstjórinn bifreiðinni og keyrði afar glæfralega með Kerr í aftursætinu.  

Hún neitar alfarið sök og segir að bílstjórinn hafi haldið sér í gíslingu. Þá var hún ósátt við meðferðina sem hún fékk á lögreglustöð þegar atvikið var tilkynnt en Kerr sagði í réttarhöldunum í dag að lögreglumenn hafi komið illa fram við hana vegna húðlitar síns.

Atvikið átti sér stað þegar Kerr gubbaði út um gluggann á bílnum þegar hann var á ferð en hún hafði fengið sér nokkra áfenga drykki um kvöldið. Bílstjórinn sýndi henni litla samúð og lokaði glugganum. Eftir það breyttist ferðin í martröð, að sögn Kerr, og hún óttaðist um líf sitt. 

Réttarhöldunum er ekki lokið og því óljóst hvort Kerr eigi yfir höfði sér dóm vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert