Enski knattspyrnumaðurinn Ben White gæti verið með Arsenal í leik liðsins gegn Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni eftir tíu daga.
Þetta staðfesti Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins, á blaðamannafundi í gær.
White hefur ekki spilað síðan í byrjun nóvember eftir að hafa farið í hnéaðgerð vegna meiðsla sem höfðu hrjáð hann í langan tíma.