Verður ekki klár fyrir leikinn gegn Liverpool

Micky Van de Ven.
Micky Van de Ven. AFP/Paul Ellis

Hollendingurinn Micky van de Ven verður ekki klár í slaginn fyrir seinni leik Tottenham gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu á Anfield í Liverpool annað kvöld. 

Van den Ven meiddist í byrjun desember og hefur verið frá síðan. Hann spilaði þó fyrri hálfleikinn í 3:0-sigri Tottenham á sænska liðinu Elfsborg þann 30. janúar. 

Hollenski miðvörðurinn var ekki með í sigri Tottenham á Brentford um helgina og segir Ange Postecoglou stjóri Tottenham hann ekki vera reiðubúinn í leik gegn Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert