Taka Willian aftur fyrir verkið

Willian í leik með Fulham.
Willian í leik með Fulham. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur samið við brasilíska kantmanninn Willian að nýju, rúmu hálfu ári eftir að hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu.

Willian, sem er 36 ára, kemur einnig á frjálsri sölu nú eftir að hann fékk samningi sínum við Olympiacos í Grikklandi rift. Þar var reynsluboltinn aðeins samningsbundinn í tæplega fjóra mánuði.

Hann lék með Fulham frá 2022 til 2024 og hafði áður leikið með Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert