Rekinn frá enska félaginu

Paul Warne missti vinnuna í dag.
Paul Warne missti vinnuna í dag. Ljósmynd/Derby County

Enska knattspyrnufélagið Derby County hefur rekið knattspyrnustjórann Paul Warne frá störfum.

Derby, sem er nýliði í B-deildinni á leiktíðinni, hefur tapað sjö leikjum í röð og er í 22. sæti deildarinnar og tveimur stigum frá öruggu sæti þegar 16 leikir eru eftir.

Warne tók við Derby í september árið 2022 og stýrði liðinu upp í B-deildina á sínu fyrsta og eina heila tímabili með Derby.

Forráðamenn félagsins telja hins vegar meiri líkur á að liðið haldi sér uppi með annan mann á hliðarlínunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert