Vondar fréttir fyrir Arsenal

Gabriel Martinelli gengur svekktur af velli gegn Newcastle.
Gabriel Martinelli gengur svekktur af velli gegn Newcastle. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnuliðið Arsenal varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að Gabriel Martinelli kantmaður liðsins verður frá keppni næsta mánuðinn hið minnsta vegna meiðsla í læri.

Martinelli þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik þegar Arsenal mátti þola tap fyrir Newcastle í enska deildabikarnum á miðvikudagskvöld.

Sóknarmennirnir Bukayo Saka og Gabriel Jesus eru einnig að glíma við meiðsli um þessar mundir og ljóst að mikið mun vanta í sóknarlínu Arsenal í næstu leikjum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert