Manchester United er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir sigur á Leicester, 2:1, á Old Trafford í gærkvöldi.
Harry Maguire skoraði sigurmark United-liðsins undir blálokin eftir að Leicester hefði komist yfir fyrr í leiknum.
Roy Keane, sparspekingur og fyrrverandi fyrirliði United, er þó ekki vongóður eftir sigurinn, en United-liðinu hefur gengið afleitlega í deildinni.
„Ekki láta þessi úrslit blekkja ykkur. United er komið áfram og því ber að hrósa en frammistaðan var alls ekki nógu góð,“ sagði keane hjá SkySports.