Jafntefli í Madrídarslagnum

Kylian Mbappé og Clément Lenglet í baráttunni í kvöld.
Kylian Mbappé og Clément Lenglet í baráttunni í kvöld. AFP/Javier Soriano

Real Madrid og Atlético Madrid skildu jöfn, 1:1, í borgarslagnum í efstu deild spænska fótboltans í kvöld.

Real er á toppi deildarinnar með 50 stig, einu stigi á undan Atlético í öðru sæti.

Argentínumaðurinn Julián Álvarez kom Atlético yfir á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik var 1:0, Atlético í vil.

Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé jafnaði metin fyrir Real Madrid snemma í síðari hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og lokaniðurstaðan því 1:1-jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert