Newcastle áfram eftir sigur gegn íslendingaliðinu

Joe Willock skoraði sigurmark Newcastle.
Joe Willock skoraði sigurmark Newcastle. AFP/Darren Staples

Newcastle er komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigur gegn C-deildarliðinu Birmingham í kvöld.

Ethain Laird kom Birmingham yfir á fyrstu mínútu leiksins. Joe Willock jafnaði metin á 21. mínútu og fimm mínútum síðar kom Callum Wilson gestunum yfir.

Tomoki Iwata jafnaði metin fyrir Birmingham á 40. mínútu og var staðan 2:2 í hálfleik. 

Joe Willock tryggði Newcastle sigurinn á 82. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. 

Willum Þór Willumsson kom inn á 62. mínútu fyrir Birmingham en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið. Samherji hans Alfons Sampsted sat á bekknum allan leikinn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert