Jón Daði Böðvarsson lagði upp mark Burton Albion í 1:1-jafntefli liðsins gegn Blackpool í ensku C-deildinni í dag.
Jón Daði spilaði fyrstu 77 mínútur leiksins en hann lagði upp á Rumarn Burrell sem skoraði á 19. mínútu.
Jón Daði hefur verið óstöðvandi síðan hann gekk í raðir Burton Albion í janúarglugganum en hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í síðustu fimm leikjum.
Burton situr í 21. sæti deildarinnar með 26 stig.
Jason Daði Svanþórsson spilaði allan leikinn með Grimsby í mikilvægum 2:1-sigri gegn Carlisle í ensku D-deildinni.
Grimsby er í níunda sæti deildarinnar með 45 stig, þremur stigum frá umspilssæti um að komast upp um deild.